Fréttir

frá Starfsmannfélagi Suðurnesja

Laust á Spáni í ágúst

Það er laust tímabil í Húsinu okkar á La Marína núna 20. ágúst til 3. september, ef einhver vill nýta sér þetta, hafið þá samband á skrifstofu eða bókið sjálf á vefnum stfs.is

Kjaraviðræður, stutt sumarhlé gert, starfsmenn sveitarfélaga fá innágreiðslu

Á samningafundi stéttarfélaga bæjarstarfsmanna og BSRB við Samband íslenskra sveitarfélaga í gær  þann 1. júlí var undirritað samkomulag um stutt sumarhlé á kjaraviðræðum sem felur í sér endurskoðaða viðræðuáætlun aðila og samkomulag um framhald kjaraviðræðna. Samkvæmt texta samkomulagsins þá eru aðilar sammála því að þann 1. ágúst 2019 verði hverjum starfsmanni greidd hlutfallslega  miðað við […]

Lífsgleði njóttu! Starfslokanámskeið

Námskeiðið er ætlað fólki sem vill undirbúa farsæl starfslok og vinna markvisst að því að aðlaga sig breyttu lífsmynstri. Hugað er að ýmsum mikilvægum þáttum er snerta fjárhag, félagslíf og andlega heilsu.   Námskeiðið er dagana 12. og 19. júní, frá klukkan 17:00 og til klukkan 18:30 í húsnæði MSS, Krossmóa 4, Reykjanesbæ.   Verð […]

Verðlaunaður fyrir þátttöku í kjarakönnun

Búið er að draga út verðlaunahafa úr hópi þeirra sem tóku þátt í kjarakönnun Starfsmannafélags Suðurnesja í desember sl. Vinningshafi er Þórir Jónsson starfsmaður hjá Hópbílar/Kynnisferðir (áður SBK) og hlýtur hann gjafakort að upphæð kr. 30.000 í verðlaun. Á myndinni afhendir Stefán B. Ólafsson, formaður Starfsmannafélags Suðurnesja, Þóri verðlaunin.

SAMSTARFIÐ – Niðurstöður könnunar okkar

Við viljum byrja að þakka öllum þeim sem tóku þátt í könnuninni okkar fyrr á árinu þar sem við leituðumst við að finna hver áhersluatriði okkar í komandi kjarasamningum ættu að vera. Könnunin var framkvæmd fyrir SAMSTARFIÐ, stéttarfélögin FOSS Stéttarfélag í almannaþjónustu, STAG Starfsmannafélag Garðabæjar, STH Starfsmannafélag Hafnarfjarðar, SfK Starfsmannafélag Kópavogs, STAMOS Starfsmannafélag Mosfellsbæjar og […]