Fréttir

frá Starfsmannfélagi Suðurnesja

Nú er opið fyrir umsóknir um páska og sumar 2019

Páska og Sumarúthlutun Starfsmannafélag Suðurnesja auglýsir orlofshús félagsins laus til umsóknar. Umsóknarfrestur vegna Páska er til 11.febrúar 2019 úthlutað 18.febrúar 2019 Umsóknarfrestur vegna Sumars er til 22. Mars 2019 úthlutað 25. Mars 2019 Um er að ræða eftirtalin orlofshús Munaðarnes 3 hús með heitum potti kr: 30.000- 35.000 Reykjaskógur 1 hús með heitum potti kr: […]

Nýtt samstarfs sex stéttarfélaga og viðhorfskönnun til félagsmanna STFS

Undirritað hefur verið samkomulag sex stéttarflélaga (SSS) vegna kjarasamninga og munu félögin vinna saman að undirbúningi, samningagerð og eftirfylgd komandi kjarasamninga. Stéttarfélögin vinna fyrir félagsmenn á opinberum vinnumarkaði en samstarfsfélögin eru; Foss stéttarfélag í almannaþjónustu, starfsmannafélögin í Garðabæ, Hafnarfirði, Kópavogi, Mosfellsbæ og Suðurnesjum. Samningar á almennum vinnumarkaði renna út um áramót en á þeim opinbera […]

Breytum ekki konum – Breytum samfélaginu

Nú er nóg komið! Krefjumst jafnra kjara og öryggis á vinnustað!  Göngum út 24. október og höfum hátt! KVENNAFRÍ 24. OKTÓBER Kvennafrí 2018 – KVENNAVERKFALL Konur eru hvattar til að leggja niður vinnu kl. 14:55 miðvikudaginn 24. október og fylkja liði á samstöðufund á Arnarhóli, kl. 15:30 undir kjörorðinu: Breytum ekki konum, breytum samfélaginu! Síðastliðið ár […]

Sonja Ýr Þorbergsdóttir nýr formaður BSRB

Sonja Ýr Þorbergsdóttir er nýr formaður BSRB, en kjöri til stjórnar bandalagsins er nýlokið á 45. þingi BSRB á Hilton hótel Nordica.Tveir voru í framboði og hlaut Sonja 86,3 prósent atkvæða þingfulltrúa en Vésteinn Valgarðsson 13,7 prósent. Elín Björg Jónsdóttir, fráfarandi formaður BSRB, gaf ekki kost á sér til áframhaldandi setu. „Ég hlakka til að […]