Fréttir

frá Starfsmannfélagi Suðurnesja

Verðlaunaður fyrir þátttöku í kjarakönnun

Búið er að draga út verðlaunahafa úr hópi þeirra sem tóku þátt í kjarakönnun Starfsmannafélags Suðurnesja í desember sl. Vinningshafi er Þórir Jónsson starfsmaður hjá Hópbílar/Kynnisferðir (áður SBK) og hlýtur hann gjafakort að upphæð kr. 30.000 í verðlaun. Á myndinni afhendir Stefán B. Ólafsson, formaður Starfsmannafélags Suðurnesja, Þóri verðlaunin.

SAMSTARFIÐ – Niðurstöður könnunar okkar

Við viljum byrja að þakka öllum þeim sem tóku þátt í könnuninni okkar fyrr á árinu þar sem við leituðumst við að finna hver áhersluatriði okkar í komandi kjarasamningum ættu að vera. Könnunin var framkvæmd fyrir SAMSTARFIÐ, stéttarfélögin FOSS Stéttarfélag í almannaþjónustu, STAG Starfsmannafélag Garðabæjar, STH Starfsmannafélag Hafnarfjarðar, SfK Starfsmannafélag Kópavogs, STAMOS Starfsmannafélag Mosfellsbæjar og […]

Fréttatilkynning – SAMSTARFIÐ 24.4.2019

  Gríðarlegt álag á starfsfólki Viljum styttri vinnuviku Kulnun er ekki tískuorð Fyrr á árinu sendi SAMSTARFIÐ könnun á félagsmenn sína þar sem leitast var eftir að skoða hver áhersluatriði ættu að vera í komandi kjarasamningum. SAMSTARFIÐ samanstendur af Stéttarfélaginu FOSS Stéttarfélag í almannaþjónustu, STAG Starfsmannafélag Garðabæjar, STH Starfsmannafélag Hafnarfjarðar, SfK Starfsmannafélag Kópavogs, STAMOS Starfsmannafélag […]

Laun starfsmanna sveitarfélaga hækka

Laun starfsmanna sveitarfélaga sem eru í einhverjum af aðildarfélögum BSRB munu hækka um 1,5 prósent frá 1. janúar 2019 eftir að samkomulag um framhald launaþróunartryggingar opinberra starfsmanna var undirritað í gær. Laun starfsmanna ríkisins sem eru í einum af aðildarfélögum BSRB munu ekki hækka að þessu sinni þar sem laun þeirra hækkuðu meira en sem […]

Mörg laus orlofshús í sumar

Ágætu félagsmenn,  nú er sumarúthlutunin  afstaðin og viljum við benda ykkur á að það eru þónokkur laus tímabil í búsöðum okkar/ykkar í sumar, einnig er maí og júní laus á Spáni . Endilega nýtið ykkur þetta.