Fréttir

frá Starfsmannfélagi Suðurnesja

Yfirgnæfandi meirihluti samþykkti verkfallsboðun

Yfirgnæfandi meirihluti félaga í öllum aðildarfélögum BSRB sem lokið hafa atkvæðagreiðslu um verkfallsboðun samþykkti boðun verkfalls. Verkfallsaðgerðir munu hefjast mánudaginn 9. mars, takist samningar ekki fyrir þann tíma. Um 87,6 prósent þeirra sem tóku þátt í atkvæðagreiðslunum samþykktu boðun verkfalls hjá sínu félagi. Um 8,1 prósent voru andvíg boðun verkfalls og 4,3 prósent skiluðu auðu […]

Verkfallsdagatalið

Sameiginlegu BSRB-dagarnir eru:   Mán. 9. mars Þri. 10. mars Þri. 17. mars Mið. 18. mars Þri. 24. mars Fim. 26. mars Þri. 31. mars Mið. 1. apríl   Ótímabundið allsherjarverkfall hjá öllum hefst eftir páska, miðvikudaginn 15. apríl.

Rafrænar kosningar

Kæru félagar, við hvetjum ykkur að taka þátt  í rafrænum kosningum sem verða dagana 17.-19. febrúar , einnig má koma til okkar á skrifstofu á skrifstofutíma og kjósa.

Páskar á Spáni

Það var að losna  tímabilið 7. apríl – 21. apríl  á La Marina á Spáni ef einhver vill nýta sér það. Hægt er að sækja um á orlofsvefnum okkar eða hafa samband við skrifstofu.

Kjarasamninga strax – Baráttufundur opinberra starfsmanna

Opinberir starfsmenn hafa fengið sig fullsadda af skeytingarleysi viðsemjenda nú þegar tíu mánuðir eru liðnir frá því kjarasamningar losnuðu. BSRB, Bandalag háskólamanna og Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga boða til baráttufundar fyrir félagsmenn sína þar sem þess verður krafist að opinberir launagreiðendur gangi þegar í stað til kjarasamninga við starfsfólk sitt. Fundurinn verður haldinn fimmtudaginn 30. janúar […]

Páska og Sumarúthlutun

Starfsmannafélag Suðurnesja auglýsir orlofshús félagsins laus til umsóknar. Umsóknarfrestur vegna Páska er til 16.febrúar 2020  úthlutað 17.febrúar 2020 Umsóknarfrestur vegna Sumars er til 20. Mars 2020  úthlutað  23. Mars 2020   Um er að ræða eftirtalin orlofshús Munaðarnes               3 hús með heitum potti  kr:  30.000- 35.000 Reykjaskógur               1 hús með heitum potti  kr: 35.000 […]