Fréttir

frá Starfsmannfélagi Suðurnesja

Formaður BSRB gefur ekki kost á sér til endurkjörs

Elín Björg Jónsdóttir, formaður BSRB, tilkynnti stjórn bandalagsins í morgun að hún muni ekki gefa kost á sér til endurkjörs á þingi bandalagsins sem haldið verður um miðjan október. Hún mun gegna starfinu áfram til loka þings bandalagsins. Elín Björg var kjörin formaður á þingi bandalagsins í október 2009 og mun því hafa gegnt embættinu […]

Fjögur stór sveitarfélög stytta vinnuvikuna

Stytting vinnuvikunnar hefur gefið góða raun hjá Reykjavíkurborg og ætla framsýnir stjórnendur fleiri sveitarfélaga að fylgja í kjölfarið. 18.06.2018 vinnutími, tilraunaverkefni, sveitarfélög Fjögur af stærstu sveitarfélögum landsins, Reykjavík, Akranes, Akureyri og Reykjanesbær, vinna nú að því að stytta vinnuviku starfsmanna, ýmist með tilraunaverkefnum eða með öðrum hætti. Tilraunaverkefni hjá Reykjavíkurborg hefur þegar gefið góða raun og munu Akranes, […]

Nokkur laus tímabil í Munaðarnesi

Nú er bústaðurinn okkar í Eyrarhlíð 43 tilbúinn eftir algerar endurbætur að utan sem innan og er orðinn stórglæsilegur. Næstu 2 tímabil  eru laus frá 15/6 til 22/6 og frá 22/6 til 29/6 . Einnig er bústaðurinn í Eyrarhlíð 44  laus  næstu  2 tímabil  frá 15/6 til 22/6 og frá 22/6 til 29/6. Endilega hvetjum […]

Laust í orlofshúsið á Spáni

það eru nokkur laus tímabil í húsið okkar á La Marina á Spáni,  í júní-júlí og í  september og hvetjum við félagsmenn að nýta sér það. Nú eru nokkur flugfélög sem eru með ódýr flug  svo það er um að gera að skoða þetta.