Orlofsmál

Orlofshús
Starfsmannafélag Suðurnesja er með sjö orlofshús sem félagsmenn get leigt. Lámarks dvalartími er mismunandi eftir árstíðum
hægt er að skoða húsin Hér og bóka.

 Miðar í Hvalfjarðargöng
Starfsmannafélag Suðurnesja býður félagsmönnum að kaupa miða í Hvalfarðagöngin. Hægt er að kaupa einn miða eða fleiri á kjörum sem eru sambærileg því verði sem fæst með því að kaupa kort í göngin.

Hægt er að fá  miða í Hvalfjarðargöngin á skrifstofu félagsins, stakur miði á  kr. 635.

Útilegukortið
Félagsmönnum STFS býðst Útilegukortið á niðurgreiddu verði kr.9.500. Kortið veitir tveim fullorðnum og fjórum börnum undir 16 ára aldri fría gistingu á tjaldsvæðum samstarfsaðila Útilegukortsins. Engin takmörk eru fyrir því hve oft má koma á hvert tjaldsvæði en einungis má gista í fjórar nætur samfellt í hvert skipti.

Allar nánari upplýsingar má finna á vef Útilegukortsins.

Hægt er fá nánari upplýsingar um verð á útilegukortinu og ganga frá kaupum á skrifstofu Stfs.

Veiðikortið
Félagsmönnum STFS býðst að kaupa Veiðikortið á niðurgreiddu verði kr.3.500. Veiðikortið er mjög hagkvæmur valkostur sem hentar jafnt veiðimönnum sem fjölskyldufólki. Með Veiðikortið í vasanum er hægt að veiða nær ótakmarkað í rúmlega 37 veiðivötnum víðsvegar um landið sem og tjalda endurgjaldslaust við mörg þeirra. Kortið gildir fyrir einn fullorðinn og börn yngri en 14 ára í fylgd með korthafa.  Eiganda kortsins ber að merkja kortið á bakhlið með kennitölu sinni.

Allar nánari upplýsingar má finna á vef Veiðikortsins.

Hægt er fá nánari upplýsingar um verð á veiðikortinu og ganga frá kaupum á skrifstofu Stfs.